Nýjast á Local Suðurnes

Fara í nánari greiningu á staðsetningu gervigrasvallar í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjari hefur óskað eftir nánari greiningu og kostnaðargreiningu á einum af valkostum varðandi byggingu gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Ekki hefur verið eining í bæjarstjórn varðandi þá kosti sem í boði eru og til marks um það kaus minnihluti á móti tillögu um nánari skoðun á umræddum kosti.

Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs í ágúst og lagði fulltrúi B lista og áheyrnarfulltri fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum teljum við að engar forsendur hafi breyst varðandi staðsetningu á gervigrasvelli í sveitarfélaginu.

Í skýrslu frá Verkís, dags. maí 2022, kom fram að ódýrasti og hagkvæmasti kosturinn væri aðalvöllurinn í Sandgerði. Í kjölfarið var unnin ítarleg valkostagreining sem leiddi til sömu niðurstöðu og þar væri innviðauppbyggingin fyrir hendi.

Því leggjum við til að samþykkt verði Tillaga 2 í þeim gögnum sem koma frá VSÓ ráðgjöf um hönnunar vinnu við völlinn, þar sem áætlaður kostnaður nemur 746.070.550 kr., en það er lægri fjárhæð en í Tillögu 1, sem gerir ráð fyrir 775.852.675 kr.

Við leggjum jafnframt til að framkvæmdir hefjist sem fyrst að loknu keppnistímabili, enda liggur fyrir brýn krafa um uppbyggingu á vetraraðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir 300.000.000 kr., til verkefnisins á árinu 2025, sem styður að unnt sé að hefja verkið án tafar.

Þessi tillaga minnihluta var felld með atkvæðum S og O lista, sem nú vilja skoða málin betur.