Nýjast á Local Suðurnes

Fara fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi

Farið verður fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um hnífstunguárás í Reykjanesbæ þann 20. júní síðastliðinn.

Rannsókn málsins miðar mjög vel áfram, en lögregla hefur haldlagt hnífinn og er komin með mikið af gögnum sem verið er að vinna úr, samkvæmt frétt á vef RÚV.

Samkvæmt frétt RÚV er karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir árásinni kominn af sjúkrahúsi.