Eldur á iðnaðarsvæði á Ásbrú

Eldur kom upp á iðnaðarsvæði á Ásbrú snemma í morgun.
Að sögn sjónarvotta var um töluverðan eld að ræða, sem Brunavarnir Suðurnesja virtust ná tökum á fljótt.
Uppfært klukkan 11:40:
Brunavarnir Suðurnesja eru enn við störf á svæðinu og hafa fengið stórvirka vinnuvél til aðstoðar.

Frettin verður uppfærð.