BYKO flutt í Njarðvík

BYKO hefur opnað nýja og glæsilega verslun sína við Fitjabraut í Njarðvík. Verslunin er staðsett í sama húsnæði og Krónan og Gæludýr.is
Fyrirtækin þrjú með okkur á Fitjabraut bjóða viðskiptavinum í glæsilegt opnunarhóf næstkomandi laugardag.
Boðið verður upp á grábær opnunartilboð allan daginn, andlitsmálning, trúðar og blöðrur á milli klukkan 13-15 og á sama tíma verður boðið upp á ís frá Emmessís meðan birgðir endast.
DAGSKRÁ
12:00 – Hundaskrúðganga ásamt glaðningi fyrir hundana
13:00 – DJ Gvari Big Gee og Hulda Newman kynnir dagsins. Sirkus Íslands mætir með blöðrur, andlitsmálningu og trúða.
13:30 – Emmsé Gauti
14:00 – Dansatriði frá Danskompaníinu
14:15 – DJ Gvari Big Gee




















