Nýjast á Local Suðurnes

Brynvarðir bílar á rúntinum í Reykjanesbæ

Æfingin Northern Challenge hefst formlega, í tuttugasta sinn, þann 8. september en hana sækja um 400 sprengjusérfræðingar frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi.

Fulltrúar frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) munu einnig taka þátt og deila reynslu þeirra af meðhöndlun sönnunargagna, samkvæmt tilklynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þar segir að á æfingunni muni þátttakendum gefast kostur á að samhæfa viðbrögð við atvikum eins og hryðjuverkum. Þá tekur æfingin í ár mið af þeim ógnum sem fyrir hendi eru í heiminum í dag og verður líkt eftir sprengjum sem fundist hafa víða um heim. Sérfræðingarnir munu þurfa að meðhöndla þær og aftengja.