Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á bátasmiðju og fiskasýningu

Laugardaginn 6. september á milli kl. 12:00–16:00 býður Siglingafélagið Knörr upp á bátasmiðju og fiskasýningu við aðstöðu félagsins í Grófinni. Börn á öllum aldri fá tækifæri til að smíða sér lítinn bát og sigla honum í fiskikörum og síðar jafnvel á tjörninni í skrúðgarðinum.

Á svæðinu verða öll nauðsynleg verkfæri og efnisviður, þannig að hver og einn getur búið til og skreytt sinn eiginn bát og skoðað nokkrar fiskitegundir.