Aukinn viðbúnaður lögreglu og unglingadrykkja ekki liðin

Lögreglumenn munu vera áberandi um allan bæ, alla helgina, með aukin viðbúnað, en búist er við íum 25.000 manns í Reykjanesbæ á Ljósanótt. .
Auk lögreglu verður starfsfólk Flotans, sem er hluti af forvarnarstarfi félagsmiðstöðva, á ferðinni í ár. Lögreglumenn, starfsfólk Flotans, sjúkraflutningamenn sem og björgunarsveitarfólk verður á göngueftirliti um hátíðarsvæðið.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að gripið inn í óeðlilegar hópamyndanir ungmenna. Lögregla ætlar að taka á unglingadrykkju og munum vlögregla, ef hún verður vör við áfengi hjá ungmennum sem ekki hafa aldur til hella því niður, ölvuð börn og ungmenni verða eftir atvikum færð í athvarf og samband haft við foreldra.
Samfélagslögreglumennirnir og starfsfólk Flotans hafa undanfarið heimsótt alla 8-10 bekki í Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ og rætt við ungmennin um hvernig við eigum að koma fram á svona hátíðum og hvernig við eigum að skemmta okkur og þar var einnig farið yfir öll þessi atriði, segir í tilkynningu.