Atvinnuleysi eykst hratt á Suðurnesjum

Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist verulega að undanförnu og jókst skráð atvinnuleysi úr 5,6% í september í 7,1% í október samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið á landinu.
Að mati VMST gefur þessi þróun á Suðurnesjum tilefni til að grípa til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í samræmi við lög, m.a. á atvinnutorgi, þar sem upplýsingar er að finna og aðstoð er veitt við skráningu og leit að vinnu og eru atvinnuleitendur hvattir til að fá ráðgjöf og stuðning og kynningu á úrræðum sem standa til boða á þjónustuskrifstofu VMST á Suðurnesjum.



















