Nýjast á Local Suðurnes

Allir fengið greitt frá Reykjanesbæ nema einn – Setja skýrar verklagsreglur

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Reykjanesbær hefur greitt alla útistandandi reikninga við verktaka sem áttu reikninga á bæinn vegna framkvæmda fyrir maí og júní nema einn. Aðeins einn reikningur er ógreiddur en hann er vegna hjúkrunarheimilisins stefnt er að því að leysa úr því á allra næstu vikum, en sveitafélagið á í viðræðum við ríkið varðandi það verkefni.

Þá er unnið að því að búa til verklagsreglur um greiðsluferli sveitarfélagsins þar sem verður mjög skýrt hvernig greiðsluferli verður hagað í framtíðinni, í takt við önnur sveitarfélög og ríki, segir í bókun bæjarráðs, í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Það er óeðlilegt að senda inn reikninga til sveitarfélags og ætlast til að fá þá greidda innan viku en þetta mun verða mjög skýrt hér eftir, segir í bókuninni.