Alelda bíll á Reykjanesbraut

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út klukkan 13:18 í dag eftir að eldur kom upp í bíl skammt frá Vogaafleggjara.

Engin slys urðu á fólki, en slökkvistarf tók um 80 mínútur og voru notaðir 1200 lítrar af vatni og 5 lítrar af one/seven froðu, segir í tilkynningu Brunavarna á Facebook.