Aldrei safnast eins mikið í Minningarsjóð Ölla

Alls söfnuðust þrjár milljónir króna í Minningarsjóð Ölla í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem hlaupið var á dögunum. Aldrei hefur safnast eins mikið í sjóðinn á þessum degi en þetta tólfta árið sem sjóðurinn tekur þátt í áheitasöfnun maraþonsins.
Forsvarsmenn sjóðsins þökkuðu fyrir sig á Facebook, en færsluna má sjá í heild hér fyrir neðan:
Kæru vinir Minningarsjóðs Ölla,
Það er erfitt að koma því í orð hversu mikið þakklæti býr í hjarta okkar eftir stórkostlega vel heppnaðan dag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka (Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka) á laugardaginn. Við slógum hvert metið á fætur öðru. Við höfum aldrei nokkurn tímann haft þennan fjölda af hlaupurum, aldrei fengið eins marga gesti í salinn og síðast en alls ekki síst höfum við aldrei safnað eins miklu fyrir sjóðinn á þessum degi og var þetta þó tólfta árið sem við tökum þátt í áheitasöfnun maraþonsins.
Alls söfnuðust þrjár milljónir með því sem var lagt beint inn á sjóðinn í tilefni dagsins og söfnunin fór því langt fram úr okkar væntingum. BBA Fjeldco lagði okkur lið í ár og erum við stoltar og þakklátar að hafa fengið þann stuðning en fyrirtækið velur eitt málefni á hverju ári til að styrkja og mæta með fjölmennan hlaupahóp sem leggur sig fram við að safna fyrir málstaðinn. Það er ómetanleg hvatning fyrir okkur að fá þennan stuðning og viðurkenning á okkar starfi sem er mjög mikilvægt fyrir börn í viðkvæmri stöðu sem vantar fjárhagslega aðstoð til að stunda sína íþrótt.
Elsku hlauparar, þið eigið sérstakar þakkir skildar fyrir að leggja á ykkur æfingar og annan undirbúning og svo ofan það vekja athygli á málefninu og biðja fólk um að styrkja Minningarsjóð Ölla. Þeim sem styrktu hlauparana þökkum við einnig fyrir stuðninginn.
Eins og ávallt veittum við farandbikar til þess einstaklings sem safnaði mestu fyrir sjóðinn og í ár var það engin annar er Ólafur Frosti Brynjarsson sem er ekki nema 12 ára gamall og safnaði hvorki meira né minna en 165.000 krónum fyrir Ölla. Hann mætti í sínum Keflavíkurbúning og bætti um betur og var líka í Njarðvíkurtreyju. Ótrúlegur árangur hjá ungum íþróttamanni sem á eflaust eftir að láta til sín taka í íþróttum sem og öllu öðru sem hann tekur sér fyrir hendur.
Það er líka vert að nefna öll fyrirtækin og einstaklingana sem leggja sig fram við að aðstoða okkur við að gera daginn sem eftirminnilegastan í Safnaðarsal Fríkirkjunnar en við finnum að fólk kann vel að meta það hversu gott er að hittast, spjalla og taka myndir í tilefni dagsins eftir hlaupið. Þetta væri ekki hægt án allra þeirra sem gera okkur kleift að gera þetta og það endurgjaldslaust.
Hér kemur listinn yfir fyrirtæki og einstaklinga sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Enn og aftur hjartans þakkir til ykkar allra!
Hlauparar
Allir sem styrktu hlauparana okkar
Fríkirkjan og Sigurbjörn Jakobsson og Arna Björk Þórðardóttir
BBA Fjeldco
Myllan
Rentaparty
Prentun Hafnarfirði
Partýbúðin
Atlas endurhæfing
Kaffitár
Ölgerðin
Hamborgarabúlla Tómasar
Brauð og co.
Aðabjörn Þórólfsson
Anna Signý, Sigga og Svava
Ágúst Einþórsson
Ásdís Jóhannesdóttir
Eva María Lúðvíksdóttir
Guðmundur Kristinn Jónsson
Hjördís Lúðvíksdóttir
Jóhanna Valdís Branger
Lúðvík Rúnarsson
Sigþór Óskarsson
Telma SIgþórsdóttir
Valdimar Björnsson
Þórunn María Þorbergsdóttir