Nýjast á Local Suðurnes

Vinnumálastofnun segir upp þjónustusamningi við Reykjanesbæ

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Vinnumálastofnun hefur sagt upp þjónustusamningi við Reykjanesbæ um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, fóru yfir áhrif uppsagnar samningsins á rekstur og starfsmannahald á velferðarsviði á fundi velferðarráðs þann 8. maí síðastliðinn. Ekki kemur fram í fundargerð hver áhrifin kunna að vera, en fyrirspurn Sudurnes.net varðandi áhrif uppsagnarinnarhefur ekki verið svarað.