Taka allt að 750 milljóna króna lán vegna framkvæmda við ráðhús

Framkvæmdir við Ráðhús Reykjanesbæjar voru ræddar á fundi bæjarráðs í morgun og lagt var fram minnisblað um tilboð sem bárust í fjármögnun á framkvæmdum Tjarnargötu 12.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. hafði í október samþykkt að leita fjármögnunar á framkvæmdum við húsnæðið á grundvelli tilboðsverðs útboðs sem þá hafði farið fram og verið samþykkt. Ekki hefur þó farið fram útboð á innréttingum í húsnæðið og kemur fram í fundargerð að kostnaður við þann hluta framkvæmdanna sé ófyrirséður enn sem komið er.
Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir lántöku að hámarki upphæð 747 milljónir króna og felur bæjarráð fjármálastjóra sveitarfélagsins að leita hagstæðustu kjara.





















