Stal bíl og ók inná flugbraut á Keflavíkurflugvelli

Maður stal bíl, í eigu Isavia, inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Hann ók meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak. Maðurinn slapp út af flugvellinum en var síðan handtekinn á Reykjanesbraut eftir að lögregla veitti honum eftirför.
Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem er í haldi lögreglu.
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu RÚV að lögregls líti málið mjög alvarlegum augum. Það sé með alvarlegri atvikum sem átt hafa sér stað á Keflavíkurflugvelli er snúa að flugvernd.