Sporthúsið stækkar

Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun Sporthússins á Ásbrú, en byggja á viðbyggingu á tveimur hæðum að hluta.
Nýja byggingin mun hýsa padelvöll, golfhermasvæði auk bílgeymslu og viðgerðarsvæðis fyrir þjálfunartæki.
Þá verður aðkoma starfsmanna betrumbætt auk útlitsbreytinga á austurhlið hússins. Nýbyggingin verður um 680 fermetrar að stærð og um 9,5 metra há.