Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær styrkir EM-Skjáinn

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að styrkja EM-Skjáinn, sem settur var upp í skrúðgarðinum í Keflavík, í tilefni af Evrópumótinu í knattspyrnu. Reykjanesbær styrkir verkefnið um 100.000 krónur.

Hátt í tvö þúsund manns horfðu á þá leiki sem sýndir voru á EM-Skjánum sem staðsettur var í skrúðgarðinum í Keflavík á meðan landslið Íslands var við keppni á Evrópumótinu í knattspyrnu – Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga styrkti verkefnið, sem þótti takast vel, með ýmsum hætti.