Neituðu að fella niður byggingarleyfisgjöld á íbúðir fyrir fatlaða

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðu Kadeco um að fella ekki niður byggingaréttargjöld vegna uppbyggingar Brynju leigufélags við Grænásbraut í Ásbrúarhverfi í Reykjanesbæ, en til stóð tað byggja sjö íbúða raðhús sem úthluta átti til íbúa með fatlanir.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.