Nýjast á Local Suðurnes

Leita fólks sem flúði Eyjagosið

Mynd: Safnahús Vestmannaeyja

Fljótlega eftir að gos hófst á Heimaey, árið 1973, var farið í það að koma íbúum og gestum frá Eyjunni. Reynt var eftir fremsta megni að halda utan um skráningar á fólki sem flúði Eyjar, en ekki hefur tekist að finna þær allar.

Veturinn 2010 hófst skráning í Sagnheimum á flóttafólkinu sem flúði Heimeyjargosið 1973 og er búið að skrá megnið af þessum 4912 einstaklingum, sem um ræðir. Á þessum tíma var mikið af aðkomumönnum á vertíðum í Eyjum og því vantar örugglega einhverja sem voru komnir á vertíð.

Ef einhverjir hafa upplýsingar um fólk sem var komið til Eyja væri gott að fá sendar upplýsingar  á 1973ibatana@gmail.com, nafn einstaklings, fæðingadag og ár, heimilisfang 1973, og hvernig viðkomandi fór frá Eyjum ef vitað er.

Hægt er að skoða bátalistana á 1973ibatana.blogspot.com