Nýjast á Local Suðurnes

Kvartað undan bílastæðum við nýjan verslunarkjarna

Nýr verslunarkjarni Smáragarða við Fitjabakka í Njarðvík er til umræðu í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Betri bær, eða öllu heldur bílastæðin við hinn nýja kjarna. Málshefjandi segir stæðin vera þröng og plássleysi fyrir gangandi vegfarendur vera til ama.

Óhætt er að segja að allir, en á þriðja tug ummæla hafa verið rituð við færsluna, taki undir kvartanirnar og er frekar bætt í en hitt.

Til gamans má geta þess að verslun Krónunnar var áður staðsett í verslunarkjarna við Fitjar, hvar svipuð vandamál voru til staðar, en þar eru skráð flest tjón á bifreiðum á Suðurnesjum samkvæmt kortasjá Reykjanesbæjar þar sem haldið er utan um slíka tölfræði.