Nýjast á Local Suðurnes

Kennsla í grunnskólum verður með sama sniði og í síðustu viku

Mynd: Facebook- Ozzo

Kennsla í grunnskólum á Suðurnesjum verður meða sama sniði og í síðustu viku þrátt fyrir breytingar á samkomubanni. Breytingarnar hafa ekki meiri áhrif á starf í skólum en orðið er að öðru leyti en því að fylgja skal fjar­lægðarmörk­um um tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga eft­ir því sem það á við og mögu­legt er, einkum gagn­vart eldri börn­um, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Flestir grunnskólar á Suðurnesjum hafa sent frá sér tilkynningar varðandi þetta og flestir greina frá því að kennarar muni vera í sambandi við foreldra.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum skólanna sem finna má hér fyrir neðan:

Heimasíður grunnskólanna í Reykjanesbæ:

AkurskóliHeiðarskóliHoltaskóliHáaleitisskóliMyllubakkaskóliNjarðvíkurskóli, Stapaskóli

Heimasíður grunnskólanna í Suðurnesjabæ:

Sandgerdisskoli.isGerðaskóli

Heimasíða grunnskólans í Grindavík

Heimasíða grunnskólans í Vogum