Nýjast á Local Suðurnes

Heimildamynd um Varnarliðið frumsýnd – Myndband!

Mynd: Facebook/varnarliðið

Heimildamyndin „Varnarliðið“ – Kaldastríðsútvörður var frumsýnd í Bíó Paradís þann 16. nóvember síðastliðinn. Í myndinni, sem leikstýrt er af  Guðbergi Davíðssyni og Konráð Gylfasyni, er rakin saga Bandaríska hersins á Íslandi frá árinu 1951 allt þar til herinn yfirgaf landið árið 2006.

Myndin er að miklu leyti unnin eftir bókinni Varnarliðið á Íslandi, sem Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins skrifaði, en hann er einn höfunda myndarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni, en á heimasíðu myndarinnar má sjá fjölda ljósmynda og myndbrota frá tímum Varnarliðsins her á landi.