Nýjast á Local Suðurnes

Hafa eftirför lögreglu á Sandgerðisvegi til athugunar

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nefnd um eftirlit með lögreglu mun taka til athugunar eftirför lögreglu á Sandgerðisvegi, en tveir slösuðust alvarlega þegar bifreið sem lögregla veitti eftirför lenti í árekstri við aðra sem kom úr gagnstæðri átt.

Sá sem lögregla veitti eftirför slapp án teljandi meiðsla, en farþegi sem var í hinni bifreiðinni liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að nefndin tæki málið til athugunar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Nefndin tekur öll mál hvar maður lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu til skoðunar. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til.