Hættir sem bæjarfulltrúi – “Fulla ferð áfram og engar bremsur”

Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sjálfstæðisflokksi, hefur ákveðið hætta sem bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ til að einbeita sér að ört vaxandi sprotafyrirtæki sínu, Opus Futura.

Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook, sem sjá má í heild hér fyrir neðan, þar sem fram kemur að hún sé þakklát fyrir reynsluna og allt það góða fólk sem hún hefur notið að starfa með.

Kæru vinir, þegar maður er svo lánsamur að hafa nóg að gera og sinna gefandi verkefnum er hætta á að þau verði of mörg. Ég þoli ekki illa unnin verk og hafði í talsverðan tíma haft af því áhyggjur að geta ekki sinnt þessu öllu nógu vel, sérstaklega hlutverki mínu sem bæjarfulltrúa, sem sat á hakanum fannst mér.

Ákvörðunina tek ég að vel íhuguðu máli og er mjög sátt við hana, enda “sprotabarnið” Opus Futura, fyrir löngu farið að sjá mér fyrir nægum verkefnum sem krefjast allrar athygli minnar og orku. Ég er þakklát fyrir reynsluna sl rúmu 3 ár og allt það góða fólk sem ég hef notið að starfa með. Nú er það bara fulla ferð áfram með Opus Futura og engar bremsur!