Grindavík/Njarðvík í deild þeirra bestu

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur er komið upp í efstu deild í kvennaknattspyrnu í fyrsta sinn eftir 4-1 sigur á HK. Grindavík hefur átt lið í efstu deild áður, en Njarðvík ekki. Grindavík/Njarðvík komst með sigrinum upp fyrir HK og endar í öðru sæti deildarinnar.
Sophia Romine skoraði tvö fyrstu mörk Grindavík/Njarðvík, Danai Kaldaridou skoraði þriðja markið af öryggi úr vítaspyrnu og Ása Björg Einarsdóttir innsiglaði svo sigur Grindavíkur/Njarðvíkur með fjórða marki heimakvenna í uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur