Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík/Njarðvík í deild þeirra bestu

Sam­eig­in­legt lið Grinda­vík­ur og ​Njarðvíkur er komið upp í efstu deild í kvennaknattspyrnu í fyrsta sinn eftir 4-1 sigur á HK. Grindavík hefur átt lið í efstu deild áður, en Njarðvík ekki. Grinda­vík/​Njarðvík komst með sigr­in­um upp fyr­ir HK og end­ar í öðru sæti deildarinnar.

Sophia Rom­ine skoraði tvö fyrstu mörk Grindavík/Njarðvík, Danai Kald­aridou skoraði þriðja markið af ör­yggi úr vítaspyrnu og Ása Björg Ein­ars­dótt­ir inn­siglaði svo sig­ur Grinda­vík­ur/​Njarðvík­ur með fjórða marki heima­kvenna í upp­bót­ar­tíma venju­legs leiktíma.

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur