Nýjast á Local Suðurnes

Gæti Reykjavík verið í verri málum ef köttur sæti í embætti borgarstjóra ?

Síðasti föstudagspistillinn á árinu 2015 og þá má maður aðeins pústa út er það ekki ?

Bubbi Morthens er ekki að skafa af því frekar en fyrri daginn, hann lét það vaða varðandi skrif Egils Helgasonar, sem gagnrýndi bardaga Gunnars Nelssonar í vikunni og sagði þetta ofbeldi en ekki íþróttir. Bubbi var ósáttur við skrifin og lét það vaða hvort við ættum ekki að skipa feitu fólki í megrun. Einu var ég þó sammála Agli með í skrifum hans og það var fréttaumfjöllun 365 miðla, ég vissi ekki að það væri hægt að skrifa svona margar fréttir um íþróttaviðburð löngu áður en hann átti sér stað. Visir.is var stútfullur í 2 daga fyrir bardaga af fréttum um Gunnar. Aníta greyið sem í vikunni náði árangri sem skilar henni á Olympíuleika fékk litla skítna frétt – álíka og krakki sem fann flöskuskeyti við Gróttu. En Gunnar stendur sig vel og er frábær íþróttamaður, það er ekki alltaf hægt að vinna en hann heldur ótrauður áfram, enda er hann góður í þessu.

Árni Árna

Árni Árna

Vignir lottókynnir var í vikunni sakaður um rasisma. Vignir lét þau orð falla að brýnna væri að huga að öldruðum og öryrkjum en flóttafólki. Orð hans féllu í grýttan farveg margra og hann kallaður rasisti. Málefni flóttamanna, byggingu mosku og fleira eru funheit í okkar samfélagi. Margir hræðast komu flóttamanna til landsins og aðrir telja að múslimum sé gefin byr undir báða vængi í þessum efnum. Það er nú svo að við verðum aldrei sammála um öll málefni líðandi stundar, en það þýðir samt ekki að ef maður styður ekki hin og þessi málefnin að maður sé rasisti. Mér leiðist það að við getum ekki tekist á um málin án þess að nota þetta sterka neikvæða orð. Jú það er rétt að nágrannalönd okkar hafa glímt við vandamál varðandi flóttamenn, átök múslima og framvegis, margir hræðast sögurnar og fréttaflutninginn en við megum ekki gleyma að það er ekkert fjallað um þá flóttamenn sem hafa sest að í þessum löndum og aðlagast og staðið sig vel. Við verðum að bera virðingu fyrir þeim sem eru hræddir eða líta svo á að næg eru málefnin heimafyrir sem þarf að leysa fyrst, þetta eru allt eðlilegar tilfinningar í fjölbreytilegu samfélagi.

Friðrik nokkur, íbúi á Arnarnesinu í Garðabæ viðraði hugmyndina um að loka hverfið af með hliði til að sporna við þjófum sem láta til sín taka á nesinu fagra. Hugmyndin fellur í misgrýtta jörð hjá íbúum, eðlilega. Það er sérstakt þegar forseti Íslands getur búið friðsællega á Álftanesinu án þess að vera girtur af að Garðbæingar á Arnarnesinu þurfa þess. Það er hálf kjánalegt að loka eins stóru hverfi af, hvað ef gesti ber að garði, verða þá íbúar að skjótast upp að hliði til að opna ? Ég er engin sérfræðingur í afbrotafræðum, en gerir hlið ekki hverfið eftisóknaverðara fyrir þjófana? Það er líka spurning hvort Garðbæingar vilji ekki að tattúera rautt X á enni þeirra sem búa í efra Breiðholti, til að geta tekið til fótana ef þeir mætast á götu? Ég veit ekki með ykkur en Friðrik bendir einnig á að stundum koma rútur með ferðamenn og keyra um hverfið sem fellur honum lýtt í geð. Er ekki spurning að afskekktur bóndabær sé svarið fyrir þennan Friðrik ? Er hann haldin félagsfælni ? Ég tek stundum rúnt um Arnarnesið á mínum eldgamla bíl, ég á kannski á hættu að vera handtekinn, snúinn niður í götuna fyrir að kíkja á stemminguna á Arnarnesinu.

Ég glotti yfir frétt í vikunni sem tók niður í bænum Barnaual í Serberíu, en íbúar þar vilja fá kött sem borgarstjóra.Forssagan er að íbúar eru langþreyttir á spillingu og gerð var óformleg skoðunarkönnun sem leiddi í ljós að kötturinn Barsik var hlutskarpastur. Já íbúarnir völdu kött framyfir stjórnmálamenn. En þegar ég las fréttina fór ég af þeirri hugsun að íbúarnir væru ekki með réttu ráði. Gæti Reykjavík verið í eitthvað verri málum ef köttur sæti í embætti borgarstjóra ? Þá gæti Sigmundur Davíð þurft að passa sig líka þar sem eldri borgarar eru meðal stuðningsmanna Barsik vegna sinnuleysis stjórnvalda í þeirra garð. Barsik hlaut 91% atkvæða í skoðunarkönnunni og búið hefur verið slagorð fyrir kosningabaráttuna sem er „ aðeins mýs kjósa ekki Barsik.“

Ólína Þorvarðardóttir, sem kjósendur höfnuðu í síðustu Alþingiskosningum er dottin á þing sem varaþingmaður og tók því fagnandi enda tollir hún hvergi í vinnu, ferliskráin er orðin álíka löng og símaskráin, kom á óvörum í vikunni og reif kjaft. Nei ég er ekki að vitna í gamla frétt frá síðasta kjörtímabili, en hún sakar Bjarna Ben um svik á kosningaloforðum, ekkert nýtt að heyra það úr þingsal þar sem þessi kosningaloforð fá nú oft að fjúka út um gluggan. EN það er einstakt að sjá Samfylkinguna halda uppi málþofi fyrir eldri borgara og öryrkja á þingi á meðan gullkálfur flokksins, Dagur B. Eggertsson og félagar hækka allar álögur í borginni. Hækkanirnar hafa vart sést í fjölmiðlum, allir áhugalausir enda gömul saga og ný að vinstri menn teygji sig í veski almennings og láti greipar sópa. Nú er fjörið að byrja í borginni, nú förum við að sjá hækkanirnar detta inn, þessi fyrsti skammtur var á barnafjölskyldur og eldri borgara og álagið var svo mikið að Dagur ætlaði sér að lengja jólafríið um hálfan mánuð – álagið að drepa meirihlutann.

Óska ykkur gleðilegra jóla og takk fyrir að nenna að lesa pistlana mína. Mæti eiturhress með næsta pistil 1.janúar