Nýjast á Local Suðurnes

Forstjóraskipti hjá Samkaup

Auður Daní­els­dótt­ir, for­stjóri Dranga og Ork­unn­ar, hef­ur einnig tekið við starfi for­stjóra Sam­kaupa. 

Heiður Björk Friðbjörns­dótt­ir, sem hef­ur gegnt hlut­verki staðgengils for­stjóra síðustu mánuði, mun nú ein­blína á fyrra starf sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og upp­lýs­inga­tækni Sam­kaupa, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Auður tók við starfi for­stjóra Dranga í sum­ar, en Drang­ar er ný­stofnað móður­fé­lag Sam­kaupa, Ork­unn­ar og Lyfja­vals. Hún hef­ur verið for­stjóri Ork­unn­ar síðustu þrjú ár og mun áfram sinna því starfi.