Forstjóraskipti hjá Samkaup

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Dranga og Orkunnar, hefur einnig tekið við starfi forstjóra Samkaupa.
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, sem hefur gegnt hlutverki staðgengils forstjóra síðustu mánuði, mun nú einblína á fyrra starf sem framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni Samkaupa, að því er segir í tilkynningu.
Auður tók við starfi forstjóra Dranga í sumar, en Drangar er nýstofnað móðurfélag Samkaupa, Orkunnar og Lyfjavals. Hún hefur verið forstjóri Orkunnar síðustu þrjú ár og mun áfram sinna því starfi.