Nýjast á Local Suðurnes

Enn finna Grindvíkingar fyrir skjálftum

Jarðskjálfta af stærð M3,2 varð vart í Grindavík klukkan 9:55 í morgun. Skjálftinn átti upptök sín um 4,6 km NV af Grindavík, annar minni skjálfti af stærð M2,8 var á sömu slóðum klukkan 09:32 og fundu Grindvíkingar einnig fyrir þeim skjálfta.

Þó nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið undanfarið á Reykjanesskaga í tengslum við landris á svæðinu. Talið er að líklegasta skýringin á landrisinu sé kvikuinnskot sem myndast í jarðskorpunni. Vísbendingar eru um þrjú kvikuinnskot á Reykjanesskaga, tvö undir svæðinu NV við fjallið Þorbjörn (3-4 km dýpi) og eitt undir Sýrfelli (8-13 km dýpi), vestar á Reykjanesskaga.