Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í gámi á endurvinnsluplani Kölku

Eldur kom upp í gámi á endurvinnsluplani Kölku í Helguvík í morgun. Starfsfólk Kölku reyndi að slökkva í gámnum en eldurinn magnaðist svo skyndilega og var þá óskað eftir aðstoð slökkviliðs. Bíll frá Brunavörnum Suðurnesja var kominn á vettvang nokkrum mínútum síðar og réð niðurlögum eldsins.

Ekki er ljóst á þessari stundu hver orsök eldsins var, en gámurinn er fyrir málma og má því gera ráð fyrir að einhverju hafi verið hent í hann sem hefði átt að fara aðra leið, segir í tilkynningu á vef Kölku.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.