Bjóða ókeypis sand til hálkuvarna

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Umhverfissvið Reykjanesbæjar býður bæjarbúum að sækja sér sand til hálkuvarna. Íbúar geta sótt sand í eigin ílát á nokkrum stöðum í bænum og notað hann til að hálkuverja innkeyrslur og nærsvæði sín.

Sandhrúgur hafa verið settar á níu staði í Reykjanesbæ og eru merktir með rauðum punktum á yfirlitskorti:

Á Heiðarbergi
Á neðra planinu við Grófina 2
Á planinu við Reykjaneshöll
Hjá Umhverfismiðstöðinni, Fitjabraut 1c
Við Trönudal 9
Stapabraut 1 (Rammi)
Lindarbraut á milli 637-639
Á Þjóðbraut, við Grænásbraut
Á planinu við félagsheimilið í Höfnum

Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta úrræði og tryggja þannig betri aðstæður á sínum heimilislóðum.