BBC fjallar um túrisma í “draugabænum” Grindavík

Ein stærsta fréttastofa heims, BBC, hefur túrisma “draugabænum” Grindavík, eins og það er orðað í grein miðilsins, til umfjöllunar á ferðamiðli sínum, BBC Travel.

Í greininni er stiklað á stóru um atburði í kringum eldgos og jarðskjálfta, meðal annars þegar 3700 íbúar þurftu að yfirgefa bæinn fyrir um tveimur árum siðan. Mest er þó fjallað um túrisma og hvað sé í boði fyrir þá ferðamenn sem vilja skoða bæinn eftir náttúruhamfarirnar.

Minnst er á ljósmyndasýningu Sigurðar Sigurðssonar sem sýni atburðarrásina frá upphafi. Þá er rætt við Kristínu Maríu Birgisdóttur, sem býður upp á ferðir um svæðið.

Umfjöllun miðilsins má finna hér, en blaðamaður BBC skellti sér í skoðunarferð með Kynnisferðum og fer nokkuð ítarlega yfir það sem er í boði fyrir ferðamenn í bænum.