Nýjast á Local Suðurnes

Afslættir í tívolítækin kaupi fólk miða í forsölu

Þrjú fyrirtæki munu bjóða upp á afþreyingu í tívolítækjum á Ljósanótt í ár og geta íbúar keypt miða með afslætti í forsölu líkt og undanfarin ár.

SPRELL – verður með tæki á túninu við aðalsviðið frá fimmtudegi til sunnudags.

TAYOLRS TIVOLI – verður með tæki við hlið gamla SBK hússins í Grófinni frá fimmtudegi til sunnudags.

KASTALAR – verða með tæki frá fimmtudegi til sunnudags á túninu við Duustorg við enda Vesturgötu og Vesturbrautar.

Kaupa þarf miða hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og því gilda EKKI sömu miðar hjá öllum aðilum.

Athygli er vakin á því að frítt verður í hoppukastalaland fyrir yngstu börnin í Skrúðgarðinum í Keflavík á laugardegi og sunnudegi.

Íbúum Reykjanesbæjar býðst að kaupa miða í tívolítæki hjá fyrirtækjunum á tilboðsverði 3. og 4. september.

Sunnudaginn 8. september verða miðar einnig seldir með 25% afslætti hjá Taylors.

SPRELL

  1. september miðvikudagur frá kl. 17-20.
  2. september fimmtudagur frá kl. 17-20

Stakur miði verður á 50% afslætti (250kr) þessa tvo daga en eftir það fara þeir í almenna sölu og eru verðin þá eftirfarandi:

Einn miði 500kr

10 miðar 4000kr

20 miðar 7000kr

30 miðar 9000kr

3-4 miðar í hvert tæki og endurgreiðsla ómöguleg.

TAYLORS TIVOLI

  1. september miðvikudagur frá kl. 17-20.
  2. september fimmtudagur frá kl. 14-21.

25% afsláttur af Candyfloss og poppi

Allt innifalið tilboð: 18 spilapeningar, 1 miði í verðlaunaleiki, 1 candyfloss eða poppkorn 10.000kr

20 spilapeningar 8.000kr

Þrír heppnir viðskiptavinir vinna fimm spilapeninga í tækin hjá Taylors.
Einn spilapeningur kostar 500kr utan tilboðsdaga og kostar að lágmarki tvo spilapeninga í hvert tæki.

KASTALAR

  1. september miðvikudagur frá kl. 15-19
  2. september fimmtudagur frá kl. 15-19

Stakur miði verður á 50% afslætti (250kr) þessa tvo daga en eftir það fara þeir í almenna sölu og eru verðin þá eftirfarandi:

Einn miði 500kr

6 miðar 2500kr

10 miðar 4000kr

20 miðar 7000kr

30 miðar + tveir skammtar af popp eða candyfloss = 10.000kr

2-4 miðar í hvert tæki.