Nýjast á Local Suðurnes

Á þriðja tug sagt upp á skrifstofu Samkaupa

Samkaup hefur sagt upp 22 af 56 starfsmönnum á skrifstofu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru hluti af hagræðingaraðgerðum samkvæmt frétt á vef RÚV.

Uppsagnirnar ná til allra deilda Samkaupa á skrifstofu og yfirstjórnar félagsins en ná ekki til starfsfólks verslana. Uppsagnirnar hafa þegar tekið gildi.