ÍAV bauð best í byggingu brimvarnargarðs
Mynd: ÍAVÍslenskir Aðalverktakar (ÍAV)áttu lægsta tilboð í byggingu nýs 470 metra brimvarnargarðs á suðursvæði Njarðvíkurhafnar sem Reykjaneshöfn bauð út í samstarfi við Vegagerðina.
Níu verktakar buðu í verkið og hljóðaði tilboð ÍAV upp á tæpar 356 milljónir króna. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar hljóðaði upp á rétt rúmar 470 milljónir króna og var tilboð ÍAV því rétt um 75% af kostnaðaráætlun.






















