Vilhjálmur eða Ásmundur í stað Margrétar?

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, íhugar nú að gefa kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Þetta kom fram í spjalli Vilhjálms við mbl.is, í kjölfar tilkynningar Margrétar Sanders um að hún myndi ekki gefa kost á sér áfram. Að sögn Vilhjálms hefur fjöldi fólks skorað á hann að gefa kost á sér og hefur ákallið stigmagnast undanfarið.

Þá lýsti Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins yfir áhuga, fyrir nokkru síðan, eða í apríl síðastliðnum á að taka forystu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og “láta gott af mér leiða, margir hafa leitað til mín og hvatt mig til dáða að skella mér í bæjarmálin,“ sagði hann á þeim tímapunkti, einnig í spjalli við mbl.is