Víðtæk rafmagnsbilun

Nú stendur yfir víðtæk rafmagnsbilun í rafdreifikerfi Grindavíkurbæjar. Unnið hefur verið hörðum höndum að bilanagreiningu, segir í tilkynningu frá HS Veitum, en bilunin hefur reynst flókin og ekki tekist að finna endanlega orsök enn sem komið er.

Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við áframhaldandi rafmagnsleysi og rafmagnstruflunum inn í nóttina á meðan unnið er að lausn.

“Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur og þökkum ykkur fyrir þolinmæðina og skilninginn á meðan við störfum að því að koma rafmagninu á sem fyrst.” Segir í tilkynningu.