Nýjast á Local Suðurnes

Veðurstofan varar við stormi – Talsverð úrkoma og hlýnandi veður

Veður­stof­an varar við stormi, víða um land í kvöld, en í tilkynningu á vef stofnunarinnar kem­ur fram að það hvessi í kvöld og von sé á aust­an­stormi í nótt og í fyrra­málið og tals­verðri úr­komu og hlýn­andi veðri.

Veður­spá fyr­ir næsta sól­ar­hring, samkvæmt vef Veðurstofunnar:

Vax­andi austanátt og hlýn­ar, 10-18 síðdeg­is. Snjó­koma og síðar slydda eða rign­ing sunn­an og aust­an til, en ann­ars úr­komu­lítið. Aust­an 15-25 þegar líður á kvöldið, hvass­ast syðst. Rign­ing eða tals­verð rign­ing um landið sunn­an­vert og hiti 1 til 6 stig, en snjó­koma eða slydda fyr­ir norðan og hiti kring­um frost­mark. Læg­ir á morg­un og dreg­ur úr úr­komu. Suðaust­an 8-15 síðdeg­is, en norðaust­an 13-18 norðvest­an til fram á kvöld. Rign­ing með köfl­um og hiti 0 til 7 stig, en þurrt að mestu á Norður­landi.

Á þriðju­dag:
Aust­læg átt 15-23 m/​s og rign­ing eða slydda, hiti 0 til 7 stig. Læg­ir smám sam­an þegar líður á dag­inn, stytt­ir upp norðan­lands, en áfram rign­ing fyr­ir sunn­an.

Á miðviku­dag:
Aust­læg eða breyti­leg átt 5-10 m/​s. Snjó­koma eða slydda sunn­an- og aust­an­lands, en rign­ing við strönd­ina. Úrkomu­lítið norðan- og vest­an­lands. Hiti um og und­ir frost­marki.

Á fimmtu­dag:
Frem­ur hæg breyti­leg átt og úr­komu­lítið. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frost­laust við suður­strönd­ina.

Á föstu­dag:
Aust­an- og norðaustanátt og dá­lít­il snjó­koma eða slydda í flest­um lands­hlut­um, en rign­ing við suður- og aust­ur­strönd­ina. Hlýn­ar lítið eitt.

Á laug­ar­dag:
Aust­læg átt og rign­ing, en úr­komu­lítið um landið norðvest­an­vert. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á sunnu­dag:
Aust­læg átt og úr­komu­lítið. Hiti breyt­ist lítið.