Sex vilja embætti lögreglustjóra

Sex sóttu um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, en embættið var auglýst laust til umsóknar í lok september eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði starfi sínu lausu.
Skipað verður í stöðuna þann 1. desember næstkomandi. Umsækjendur eru eftirfarandi:
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Ásmundur Jónsson, saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Birgir Jónasson, settur forstjóri fangelsismálastofnunar.
Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá Ríkislögreglustjóra.
Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Sverrir Sigurjónsson, lögmaður hjá LAND Lögmenn og og Domusnova fasteignasölu.