Nýjast á Local Suðurnes

Sam­eining Sam­kaupa og Atlögu ehf. hefur tekið gildi

Sam­eining Sam­kaupa og Atlögu ehf. hefur tekið gildi og félögin verða hluti af ný­stofnuðu sam­stæðufélagi, Drangar hf. Þetta kemur fram í kaup­hallar­til­kynningu frá Skel fjárfestingafélagi.

Í kjölfar sam­runans af­hentu fyrrum hlut­hafar Sam­kaupa 98,6% hlut í félaginu gegn af­hendingu á 582,5 milljónum hluta í Dröngum, sem jafn­gildir 28,7% hluta­fjár í félaginu.

Drangar hf. taka form­lega yfir hluta­fé í Sam­kaupum, Orkunni og Lyfja­vali og verða þar með móðurfélag sam­stæðu sem mun halda utan um öll þessi félög. Sam­tals nam veltan innan þessara fyrir­tækja um 75 milljörðum króna árið 2024.

Í stjórn Dranga hf. sitja Jón Ás­geir Jóhannes­son (stjórnar­for­maður), Magnús Ingi Einars­son, Liv Bergþórs­dóttir, Garðar Newman og Margrét Guðna­dóttir.

For­stjóri verður Auður Daníels­dóttir, sem jafn­framt heldur áfram sem for­stjóri Orkunnar.

Helstu hlut­hafar Dranga verða:

  • SKEL fjár­festingafélag hf. – 68,3%
  • Kaup­félag Suður­nesja svf. – 15,0%
  • Birta líf­eyris­sjóður – 5,3%
  • Festa líf­eyris­sjóður – 2,9%
  • Kaup­félag Borg­firðinga svf. – 2,8%
  • Norvik hf. – 2,5%