Rauða spjaldið gæti komið í bakið á Njarðvíkingum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, viðurkenndi í viðtali eftir leik Keflavíkur og Njarðvíkur í gær að seinna gula spjaldið sem Omar Diouck fékk í leiknum hafi borið að með viljandi hætti, en Diouck sást ræða við Gunnar Heiðar skömmu áður.

þetta var gert til þess að Diouck tæki leikbann út fyrr en ella og yrði gjaldgengur í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni, komist Njarðvíkingar í hann. Reglur FIFA kveða hinsvegar á um að leikmaður sem fær vísvitandi gult eða rautt spjald, hvort sem er til að afplána bann í næsta leik eða til að hreinsa spjaldastöðu sína, hlýtur til auka eins leiks bann.

Fótbolti.net fjallar um málið og í umfjöllun miðilsins kemur fram að fordæmi séu fyrir þessu erlendis.

Ítarlega umfjöllun fótbolti.net má finna hér