Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir athugasemdum við umhverfisvöktunaráætlun United Silicon

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Umhverfisstofnun óskar eftir athugasemdum um tillögu að umhverfisvöktunaráætlun fyrir kísilmálmverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. í Helguvík. Í starfsleyfi Sameinaðs Sílikons hf. er kveðið á um að rekstraraðili skuli standa fyrir eða taka þátt í vöktun á helstu umhverfisþáttum í nágrenni verksmiðjunnar í samræmi við losun fyrirtækisins í þeim tilgangi að meta það álag á umhverfið sem starsemin veldur.

Í greinagerð sem fylgir vöktunaráætluninni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi lagt upp með að komið yrði upp sambærilegu fyrirkomulagi og á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga, en þar standa iðjuverin að sameiginlegri umhverfisvöktun á svæðinu.  Sameinað Sílikon hf., samþykkti ekki tillögur Umhverfisstofnunar og kaus að senda inn sérstaka umhverfisvöktunaráætlun sem snýr eingöngu að starfsemi þeirra.

Tillagan að vöktunaráætluninni sem óskað er eftir athugasemdum við snýr því eingöngu að starfsemi Sameinaðs Sílikons hf.

Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þann 17. janúar næstkomandi. Hægt er að kynnar sér vöktunaráætlun United Silicon og greinagerðina sem henni fylgir hér.