Opnað fyrir umferð hálfu ári á undan áætlun

Opnað hefur verið fyrir umferð um nýjan tvöfaldan kafla á Reykjanesbrautinni, frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina Reykjanesbrautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur.
Verklok voru áætluð í júní á næsta ári og er því rétt rúmlega hálfu ári á undan áætlun. Íslenskir Aðalverktakar sáu um framkvæmdirnar.
Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni hefur meðtalsumferð um brautina aukist jafnt og þétt en árið 2024 fóru 21.500 bílar um brautina á dag. Því var talið mikilvægt að aðskilja akstursstefnurnar á veginum til að auka öryggi vegfarenda.




















