Mögulegt að byggja Grindavík upp sem barnvænt samfélag og ferðamannastað

Fyrr í dag fór fram opinn íbúafundur í Gjánni um stöðu skipulagsmála í Grindavík og hugmyndir að framtíðarsýn.
Upptöku af fundinum má finna hér.
Ögmundur Erlendsson frá ÍSOR og Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu kynntu greiningar á sprungusveimum í Grindavík og byggðaþróun út frá þeim. Fóru þeir nokkuð ítarlega yfir aflögun og yfirborð hrauna í Grindavík auk viðgerða á sprungum í bænum.
Kynningu Ögmundar og Jóns Hauks má finna hér.
Davíð Ingi Bustion frá Batteríinu, Inga Rut Gylfadóttir frá Landslagi og Hringur Hafsteinsson frá Gagarín kynntu hugmyndir að framtíðarsýn fyrir Grindavík. Fjölluðu þau m.a. hvernig hægt verður að græða sár sem verða til við niðurrif húsa og byggja bæinn upp sem barnvænt samfélag og ferðamannastað.
Kynningu Davíðs Inga, Ingu Rutar og Hrings má finna hér.