Málaði Keflavík og málar í Keflavík

Ingvar Thor Gylfason , listmálari, mun mynda pensilinn “í beinni” í andyrinu á Park-Inn hótelinu við Hafnargötu á Ljósanótt en tímarnir sem kappinn verður á staðnum með pensil í hönd eru:
Fimmtudagur 4. sept kl 17:00 – 22:00
Föstudagur 5. sept kl 15:00 – 19:00
Laugardagur 6. sept 13:00 – 19:00
Sunnudagur 7. sept 13:00 – 1600

Það var auðvitað löngu kominn tími á að ég tæki Keflavík fyrir á striganum og þegar ég samþykkti að taka þátt í Ljósanótt þetta árið (verið lengi á leiðinni) að þá var þetta það fyrsta sem ég gerði, segir Ingvar Thor á Facebook.
Öll önnur verk voru sett til hliðar og í tilefni Ljósanætur 2025 fór Keflavík beint á strigann. Ég hef sjaldan eitt jafn mörgum klukkustundum í eitt verk og því algjör draumur hvað ég er ánægður með útkomuna. Keflavík í kvöldroðanum undir miklum skýjaturnum skaparans.
Verkið verður til sýnis ásamt öðrum verkum og eftirprentunum og ég vona að sem flestir kíki á mig. Hlakka mikið til að hitta sem flesta og spjalla um lífið og listina og láta eitthvað fæðast á striganum í leiðinni.