Loka fyrir heitt vatn á stóru svæði vegna viðgerða

Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu við Njarðarbraut verður lokað fyrir heitt vatn á stóru svæði á Suðurnesjum miðvikudagskvöldið 22. október frá klukkan 22:00.
Áætlað er að viðgerðin taki um 3 klukkustundir en gæti dregist eitthvað fram á nótt. Starfsfólk HS Veitna mun vinna að því að ljúka verkinu eins fljótt og örugglega og hægt er, segir í tilkynningu.
Íbúar og fyrirtæki á svæðinu eru beðin um að gera ráðstafanir í samræmi við þetta og sýna þolinmæði á meðan unnið er að viðgerðinni.
Fylgjast má með uppfærslum á hsveitur.is
Kort af svæðinu:
