Nýjast á Local Suðurnes

Ljúka framkvæmdum á þeim tíma sem lagt var upp með

Mynd: Facebook- Ozzo

Farið var yfir stöðu framkvæmda við Myllubakka- og Holtaskóla á síðasta fundi Eignaumsýslu Reykjanesbæjar, hvar rýnt var skýrslu OMR verkfræðistofu sem unnin var í samstarfi við Eignaumsýsluna.

Kostnaður beggja verkefna var endurskoðaður miðað við núverandi stöðu þeirra auk þess sem eftirstöðvar á heildarverkefnum og staðan út árið 2025 var skoðuð. Lögð var fram áætlun fyrir næsta fjárhagsár. Til stendur að ljúka framkvæmdum á þeim tíma sem lagt var upp með, segir í fundargerð.