Nýjast á Local Suðurnes

Leoncie stefnir á frama í stjórnmálum – Fjölmargir flokkar hafa haft samband

Söngkonan, gleðigjafinn og Inverska prinsessan Leoncie var í löngu og ítarlegu viðtalið við bresku útgáfu vefmiðilsins Vice á dögunum. Í viðtalinu er farið yfir feril söngkonunnar í tónlistinni, auk þess sem komið er inn á meinta kynþáttafordóma Íslendinga gangvart gleðigjafanum mikla, sem eru ástæða þess að hún hyggur á flutninga úr landi. Og hingað til lands mun hún aldrei snúa aftur, ef eitthvað er að marka viðtalið.

Þá ræðir prinsessan einnig um framtíðaráform sín og þar kemur meðal annars fram að söngkonan stefni á flutninga til heimalandsins, Indlands, en þar setur hún stefnuna á frama á pólitíska sviðinu. Að hennar sögn hafa fjölmargir stjórnmálaflokkar þar í landi haft samband og boðið henni að taka þátt í pólitísku starfi.

Leoncie hefur farið mikinn í umræðunni hér heima undanfarin misseri, en í janúar síðastliðnum lét hún starfsmenn Reykjanesbæjar heyra nokkur vel valin orð og í apríl síðasliðnum sagðist hún hafa mátt þola árásir á Íslandi árum saman.