Joe & The Juice á Hafnargötu

N1 og Joe & The Juice hafa undirritað samning um tvo nýja staði Joe & The Juice á stöðvum N1. Nýju staðirnir verða á N1 Borgartúni í Reykjavík og í húsnæði N1 við Hafnargötu 86 í Keflavík, að því fram kemur í fréttatilkynningu.
Samningurinn markar endurkomu Joe & the Juice til Suðurnesja, en fyrirtækið starfrækti áður tvo veitingastaði á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdir hefjast á næstunni og áætlað að báðir staðir opni snemma á nýju ári.
Á báðum stöðum verður í boði bílalúga til að þjóna viðskiptavinum sem meta hraða og þægindi. Fólk getur þá pantað fyrir fram í Joe-appinu, sem styttir biðtíma og sótt pantanir sínar fljótt og þægilega.
Mynd: skjáskot ja.is




















