Nýjast á Local Suðurnes

HS Veitur vara við svikapóstum

Svikapóstur er nú í dreifingu þar sem beðið er um að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu og hafa HS Veitur séð ástæðu til að vara viðskiptavini sína við.

Fyrirtækið segist í tilkynningu aldrei senda aldrei slíkar beiðnir í tölvupósti eða með óopinberum hlekkjum.

Ef þú færð grunsamlegan póst:

  • Ekki smella á hlekki
  • Ekki gefa upp persónu- eða greiðsluupplýsingar
  • Eyddu póstinum strax

Öryggi viðskiptavina okkar er okkur mikilvægt. Hér fyrir neðan er skjáskot af svikapóstinum sem um ræðir.