Höfundar kynna og árita bækur sínar

Þriðjudaginn 18. nóvember frá kl. 20-21:30 kynna skáldin Gunnhildur Þórðardóttir, Marta Eiríksdóttir og Skúli Thoroddsen nýjar bækur sínar á Bókasafni Suðurnesjabæjar.
Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, skáld og kennari frá Suðurnesjum, les ljóð úr nýrri ljóðabók sinni ,,Vetrarmyrkur”, sem er sjöunda ljóðabók höfundar. Gunnhildur er stofnandi lista – og ljóðahátíðarinnar Skáldasuðs og Myndlistarskóla Reykjaness. Hún hlaut ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019.
Marta Eiríksdóttir er einnig frá Suðurnesjum og er íslenskukennari að mennt. Hún starfar í dag sem jógakennari og bókaútgefandi eigin bóka hjá Dirrindí. Marta les úr sjöundu bók sinni ,,Þjáningin er fæðingarhríð skilningsins” sem er þroskasaga keflvískrar stúlku.
Skúli Thoroddsen er lögfræðingur að mennt og bjó lengi á Suðurnesjum. Hann les úr nýjustu bók sinni ,,Dorgað í djúpi hugans” sem er athyglisverð uppvaxtarsaga um veröld sem var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta er önnur bók Skúla en hann hefur áður gefið út sögulega skáldsögu og ljóðabók.
Höfundar selja og árita bækur í lok viðburðar.




















