Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu ósannfærandi tillögu um byggingu í hjarta bæjarins

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 44 og 46 í Reykjanesbæ var tekin fyrir á fundi umhverfi- og skipulagsráðs á dögunum, en samkvæmt tillögunni var gert ráð fyrir að á lóðinni yrði verslun og þjónusta á hluta jarðhæðar en 16 íbúðir á efri hæðum. Hámarkshæð byggingar verði fjórar hæðir.

Athugasemdir bárust, á kynningartíma, sem að efni til andmæla byggingarmagni og húshæðum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir að byggingarmagn á lóð samræmist ekki yfirbragði hverfisins og að byggingareitur sé of nærri lóðamörkum við Skólaveg. Framsetning tillögunnar er ekki sannfærandi um gæði nýbygginga sem eðlileg krafa er um í hjarta bæjarins og var erindinu því hafnað.